Alls voru 49.870 íslenskir ríkisborgarar með skráð lögheimili erlendis þann 1. desember sl. Flestir voru skráðir í Danmörku eða alls 11.982 einstaklingar. Næst flestir eða 9.250 einstaklingar voru skráðir í Noregi og í þriðja sæti var Svíþjóð þar sem 9.046 íslenskir ríkisborgarar voru skráðir með lögheimili.
61,9% íslenskra ríkisborgara sem eru með skráð lögheimili erlendis eru á Norðurlöndunum.
Vinsælustu löndinHér má sjá í hvaða löndum Íslendingar eru fjölmennastir og hver þróunin hefur verið frá árinu 2004.
Land | Fjöldi | Hlutfall | Þróun eftir árum | ||
---|---|---|---|---|---|
1. | Danmörk | 11.982 | 24% | ||
2. | Noregur | 9.250 | 18,5% | ||
3. | Svíþjóð | 9.046 | 18,1% | ||
4. | Bandaríkin | 6.583 | 13,2% | ||
5. | Bretland | 2.518 | 5% | ||
Samtals Íslendingar erlendis | 49.870 | 100% |
Íslenskir ríkisborgarar voru með skráð lögheimili í alls 104 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna þann 1. desember 2023.
Til gamans má geta að í 15 löndum er aðeins einn íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Þetta eru löndin Albanía, Angóla, Belís, Ekvador, Gana, Gínea, Indland, Líbanon, Makedónía, Máritíus, Pakistan, Panama, Púertó Ríkó og Sómalía.
Nánar er hægt að lesa um Íslendinga erlendis í nýrri tölfræði í Þjóðskrárgáttinni
Flutningur frá ÍslandiEinstaklingum ber skylda að tilkynna til Þjóðskrár þegar flutt er úr landi, sjá nánar hér.
Gögn miðast við íslenska ríkisborgara sem skráðir eru með lögheimili erlendis í Þjóðskrá. Tölur miðast við stöðuna 1. desember 2023.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.