Birnir var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en 30 drengjum var gefið nafnið Birnir, næst vinsælustu nöfnin voru Emil, Elmar og Jón.
Emilía var vinsælasta nafnið meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn, en 23 stúlkum var gefið nafnið Emilía, þar á eftir voru nöfnin Sara, Sóley, Embla og Aþena.
Hægt er að sjá nánara niðurbrot í Þjóðskrárgáttinni
Vinsælustu fyrstu eiginnöfnin 2023
Samanburður milli ára
Ef horft er á samanburð á milli ára má sjá að drengjanafnið Birnir tekur fyrsta sætið af Emil. Elmar tekur stökk úr 27. sæti í þriðja og Jón hækkar. Hvað stúlkurnar varðar má sjá að Emilía tekur stökk úr 21. sæti í fyrsta. Sara og Sóley hækka líka verulega frá fyrra ári. Hástökkið á topp 10 listanum er nafnið Una, fer úr 58. sæti í það níunda.
Nafn | 2023 | 2022 | Breyting |
Birnir | 1 | 5 | |
Emil | 2 | 1 | |
Elmar | 3 | 27 | |
Jón | 4 | 13 | |
Óliver | 5 | 20 | |
Aron | 6 | 4 | |
Viktor | 7 | 2 | |
Jökull | 8 | 6 | |
Alexander | 9 | 8 | |
Atlas | 10 | 16 |
Nafn | 2023 | 2022 | Breyting |
Emilía | 1 | 21 | |
Sara | 2 | 18 | |
Sóley | 3 | 33 | |
Embla | 4 | 3 | |
Aþena | 5 | 7 | |
Emma | 6 | 10 | |
Katla | 7 | 31 | |
Lilja | 8 | 13 | |
Una | 9 | 58 | |
Viktoría | 10 | 57 |
Algengustu fyrstu eiginnöfnin
Algengustu fyrstu eiginnöfnin á landinu má sjá hér að neðan og er röðun nafna lítillega breytt á milli ára. Með algengustu fyrstu eiginnöfnin er átt við alla núlifandi Íslendinga. Fjöldatölur miðast við 2. febrúar 2024.
Röð | Nafn | Fjöldi |
1 | Anna | 6.272 |
2 | Jón | 5.599 |
3 | Guðrún | 4.923 |
4 | Sigurður | 4.445 |
5 | Guðmundur | 4.208 |
6 | Kristín | 3.874 |
7 | Gunnar | 3.503 |
8 | Sigríður | 3.494 |
9 | Margrét | 3.184 |
11 | Helga | 3.055 |
Fjöldi einstaklinga sem fæddust árið 2023 og var gefið annað eiginnafn var 3.159 eða 74,3% af heildinni. Þór var vinsælasta nafnið meðal drengja en þar á eftir eru það nöfnin Leó og Máni. Vinsælasta nafnið meðal stúlkna var María, næst vinsælasta nafnið er Sól og í þriðja sæti er Líf.
Hægt er að sjá nánara niðurbrot í Þjóðskrárgáttinni
Vinsælustu önnur eiginnöfn 2023
Samanburður milli ára
Ef horft er á samanburð milli ára má sjá að drengjanafnið Þór stendur í stað frá fyrra ári og heldur fyrsta sæti. Leó fer úr fjórða sæti í annað og Máni stendur í stað. Hvað stúlkurnar varðar má sjá að María trónir á toppnum og hækkar sig úr tíunda sæti í það fyrsta. Sól hækkar úr sjöunda sæti í annað og Líf tekur stökk úr 16. sæti í þriðja.
Nafn | 2023 | 2022 | Breyting |
Þór | 1 | 1 | |
Leó | 2 | 4 | |
Máni | 3 | 3 | |
Hrafn | 4 | 2 | |
Örn | 5 | 13 | |
Ingi | 6 | 5 | |
Logi | 7 | 8 | |
Freyr | 8 | 15 | |
Elí | 9 | 12 | |
Orri | 10 | 14 |
Nafn | 2023 | 2022 | Breyting |
María | 1 | 10 | |
Sól | 2 | 7 | |
Líf | 3 | 16 | |
Rós | 4 | 1 | |
Ósk | 5 | 9 | |
Lilja | 6 | 18 | |
Björk | 7 | 22 | |
Rún | 8 | 19 | |
Sóley | 9 | 26 | |
Anna | 10 | 33 |
Algengustu önnur eiginnöfnin
Algengustu önnur eiginnöfnin á landinu má sjá hér að neðan og er röðun nafna nánast óbreytt á milli ára. Með algengustu önnur eiginnöfnin er átt við alla núlifandi Íslendinga. Fjöldatölur miðast við 2. febrúar 2024.
Röð | Nafn | Fjöldi |
1 | Þór | 7.808 |
2 | Örn | 4.365 |
3 | Ósk | 3.961 |
4 | Björk | 3.859 |
5 | María | 3.818 |
6 | Ingi | 3.710 |
7 | Már | 3.394 |
8 | Freyr | 3.202 |
9 | Kristín | 2.655 |
10 | Björg | 2.373 |