Þjóðskrá07. maí 2024

Talnaefni aðgengilegt um fjölda á kjörskrá vegna forsetakosninga

Þjóðskrá hefur tekið saman tölulegar upplýsingar úr kjörskrá sem gerð hefur verið fyrir forsetakosningar sem fram fara laugardaginn 1. júní 2024.

Þjóðskrá hefur tekið saman tölulegar upplýsingar úr kjörskrá sem gerð hefur verið fyrir forsetakosningar sem fram fara laugardaginn 1. júní nk.

Heildarfjöldi kjósenda er 266.935, konur eru 133.868 en karlar eru heldur færri eða 132.921. Fjöldi aðila með hlutlausa kynskráningu eða kynsegin er 146.

Flesta kjósendur er að finna í suðvesturkjördæmi eða 77.967 og fæstir eru þeir í norðvesturkjördæmi eða 22.175.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á sérstakri síðu fyrir tölulegar upplýsingar úr kjörskrá.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar