Alls skráðu 5.756 einstaklingar flutning innanlands í júlí til Þjóðskrár. Þetta er fjölgun frá síðasta mánuði eða um 0,2% þegar 5.742 einstaklingar skráðu flutning innanlands. Miðað við sama mánuð á síðasta ári er niðurstaðan fjölgun uppá 45,9% þegar 3.945 einstaklingar skráðu flutning innanlands.
Þegar horft er til flutninga innan og milli landshluta þá kemur í ljós að 3.528 einstaklingar fluttu lögheimili sl. mánuð á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim fluttu 3.062 einstaklingar innan svæðisins.
Á Suðurnesjum fluttu 846 lögheimili í síðusta mánuði. Þar af fluttu fluttu 465 innan landshlutans og 267 til höfuðborgarsvæðisins.
Á Suðurlandi fluttu 473 lögheimili sitt í síðasta mánuði. Þar af fluttu 338 innan landshlutans en 105 til höfuðborgarsvæðisins.
Flutningur innan og milli landshluta
Frá / til | Höfuðborgar- svæðið | Suðurnes | Vesturland | Vestfirðir | Norðurland- vestra |
Norðurland- eystra |
Austurland | Suðurland | Alls frá |
Höfuðborgarsvæðið | 3.062 | 96 | 56 | 19 | 17 | 86 | 31 | 161 | 3.528 |
Suðurnes | 267 | 465 | 22 | 5 | 5 | 19 | 8 | 55 | 846 |
Vesturland | 30 | 5 | 143 | 3 | 7 | 2 | 1 | 7 | 198 |
Vestfirðir | 20 | 8 | 4 | 61 | 2 | 0 | 0 | 8 | 103 |
Norðurland-Vestra | 16 | 1 | 0 | 0 | 58 | 8 | 0 | 4 | 87 |
Norðurland-Eystra | 65 | 0 | 2 | 2 | 10 | 313 | 0 | 2 | 394 |
Austurland | 16 | 0 | 0 | 1 | 1 | 5 | 98 | 6 | 127 |
Suðurland | 105 | 12 | 4 | 0 | 0 | 9 | 5 | 338 | 473 |
Alls til | 3.581 | 587 | 231 | 91 | 100 | 442 | 143 | 581 | 5.756 |
Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.