Fólk17. september 2024

Flutningur innanlands í ágúst 2024

Alls skráðu 6.092 einstaklingar flutning innanlands í ágúst til Þjóðskrár. Þetta er fjölgun frá síðasta mánuði eða um 5,5% þegar 5.756 einstaklingar skráðu flutning innanlands. Miðað við sama mánuð á síðasta ári er niðurstaðan aukning um 13,3% þegar 5.284 einstaklingar skráðu flutning innanlands.

 

Alls skráðu 6.092 einstaklingar flutning innanlands í ágúst til Þjóðskrár. Þetta er fjölgun frá síðasta mánuði eða um 5,5% þegar 5.756 einstaklingar skráðu flutning innanlands. Miðað við sama mánuð á síðasta ári er niðurstaðan aukning um 13,3% þegar 5.284 einstaklingar skráðu flutning innanlands.

Þegar horft er til flutninga innan og milli landshluta þá kemur í ljós að 3.481 einstaklingar fluttu lögheimili sl. mánuð á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim fluttu 3.080 einstaklingar innan svæðisins.

Á Suðurnesjum fluttu 972 lögheimili í síðusta mánuði. Þar af fluttu fluttu 542 innan landshlutans og 287 til höfuðborgarsvæðisins.

Á Suðurlandi fluttu 480 lögheimili sitt í síðasta mánuði. Þar af fluttu 324 innan landshlutans en 103 til höfuðborgarsvæðisins.

Flutningur innan og milli landshluta

Frá / til Höfuðborgar- svæðið Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland-
vestra
Norðurland-
eystra
Austurland Suðurland Alls frá
Höfuðborgarsvæðið 3.080 81 63 15 18 61 28 135 3.481
Suðurnes 287 542 22 11 6 17 8 79 972
Vesturland 51 4 156 1 6 7 0 10 235
Vestfirðir 28 1 6 77 0 7 0 1 120
Norðurland-Vestra 13 0 5 0 36 7 3 7 71
Norðurland-Eystra 86 11 5 0 4 415 17 9 547
Austurland 37 2 0 0 2 12 118 15 186
Suðurland 103 13 7 6 8 6 13 324 480
Alls til 3.685 654 264 110 80 532 187 580 6.092

 

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar