Hverjir þurfa að sækja um?
Búseta erlendis lengur en 16 ár - umsókn um að vera tekinn á kjörskrá:
- Íslenskir ríkisborgarar með lögheimili erlendis lengur en í 16 ár, þ.e. hafa flutt frá Íslandi fyrir 1. desember 2008, verða að sækja um hjá Þjóðskrá að verða teknir á kjörskrá í eftirfarandi kosningum:
- Alþingiskosningum
- Forsetakosningum
- Þjóðaratkvæðagreiðslum
- Skilyrði til að geta sótt um:
- Íslenskur ríkisborgararéttur, afrit/mynd af íslensku vegabréfi
- Vera 18 ára eða eldri á kjördag.
- Hafa átt lögheimili á Íslandi.
Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá fyrir 1. desember 2024. Sé umsókn fullnægjandi verður umsækjandi skráður á kjörskrá til fjögurra ára talið frá 1. desember.
Hverjir þurfa ekki að sækja um?
- Búseta erlendis skemur en 16 ár - sjálfkrafa á kjörskrá:
- Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis skemur en í 16 ár eða frá 1. desember 2008 eða síðar, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi í:
- Alþingiskosningum
- Forsetakosningum
- Þjóðaratkvæðagreiðslum
- Skilyrði:
- Vera orðnir 18 ára á kjördag
- Hafa átt lögheimili á Íslandi