Þjóðskrá12. nóvember 2024

Forskráning umsóknar um nafnskírteini á Ísland.is

Þjóðskrá og sýslumenn hafa nú opnað fyrir forskráningar og greiðslu fyrir umsóknir um nafnskírteini á Ísland.is.

Þjóðskrá og sýslumenn hafa nú opnað fyrir forskráningar og greiðslu fyrir umsóknir um nafnskírteini á Ísland.is. Þetta einfaldar og styttir umsóknarferli til muna ásamt því að nú þurfa ekki báðir forsjáraðilar lengur að mæta með börnum til sýslumanns.

Einstaklingar 18 ára og eldri

  1. Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og fylla út og greiða fyrir umsókn á Ísland.is.
  2. Mæta í myndatöku hjá sýslumönnum. Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki, vegabréfi, íslensku ökuskírteini eða nafnskírteini á umsóknarstað.
  3. Sækja nýja nafnskírteinið á valinn afhendingarstað.

Einstaklingar yngri en 18 ára

  1. Forsjáraðili fyllir út og greiðir fyrir umsókn á Ísland.is.
    • Ef forsjáraðilar eru tveir, þarf hinn aðilinn að staðfesta umsókn
  2. Forsjáraðili mætir með barn í myndatöku hjá sýslumönnum. Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki, vegabréfi, íslensku ökuskírteini eða nafnskírteini á umsóknarstað.
  3. Þú sækir nýja nafnskírteinið á valinn afhendingarstað.

Nafnskírteinin gilda sem ferðaskilríki innan EES og eru fullgild persónuskilríki og geta allir íslenskir ríkisborgarar óháð aldri sótt um nafnskírteinin og notað þau til auðkenningar.

Hér má lesa nánar um nýju nafnskírteinin.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar