Í ljósi þingrofs hefur Alþingi samþykkt bráðabirgðalög sem gera íslenskum ríkisborgurum búsettum erlendis kleift að kjósa í komandi Alþingiskosningum. Þessi breyting hefur eingöngu áhrif á einstaklinga sem hafa verið búsettir erlendis í 16 ár eða lengur.
Umsókn um að vera tekin á kjörskrá þarf að berast eigi síðar en 18. nóvember næstkomandi. Allar umsóknir sem berast eftir 18. nóvember taka gildi frá og með 1. desember 2024 og munu því ekki gilda í komandi Alþingiskosningum þann 30. nóvember.
Þau sem þegar hafa sótt um og hafa fengið staðfestingu um að umsókn gildi frá 1. desember 2024 geta kosið í ofangreindum kosningum. Í þessum tilvikum þarf ekki að senda inn nýja umsókn en Þjóðskrá Íslands mun senda þessum aðilum staðfestingu á kosningarétti og breyttri gildisdagsetningu.