Fólk05. febrúar 2025

Fjöldi íbúa eftir sveitarfélögum 1. febrúar 2025

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 248 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. febrúar 2025 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 37 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 19 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fækkað um 21 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 59 íbúa.

 

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 248 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. febrúar 2025 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 37 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 19 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fækkað um 21 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 59 íbúa.

Fjölgar hlutfallslega mest í Kjósarhreppi

Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Kjósarhrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2024 um 3,9% en íbúum þar fjölgaði um 12 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Árneshreppi og Kaldraneshreppi eða um 3,4%.  Af 62 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 24 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 38 sveitarfélögum. 

Grindavík

Íbúum Grindavíkurbæjar fækkar um 214 á tímabilinu eða um 15,2%.

Hér er skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum í byrjun mánaðarins og samanburð við íbúatölur frá 1. desember fyrir árin 2019-2024.

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar