Niðurstöður voru kynntar í gær, 13. febrúar á hátíð Sameykis á Hilton Nordica.
Þegar horft er á heildarniðurstöður allra stofnana er Þjóðskrá í 5. sæti og hækkar um 2 sæti frá því í fyrra þegar stofnunin var í 7. - 8. sæti.
Þróun einkunna hjá Þjóðskrá

Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana.
Í könnuninni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.
Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.
Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdarstjóri hjá Þjóðskrá:
Það eru einstök lífsgæði fólgin í því að starfa á góðum vinnustað. Við sem störfum hjá Þjóðskrá erum svo heppin að fá að upplifa það. En að búa til gott starfsumhverfi er ekki sjálfgefið, það er eitt að ná að rísa upp um 68 sæti og verða í öðru sæti árið 2022, vinna svo stofnun ársins árið 2023 en að halda titlinum er sennilega besta viðurkenningin og það hefur okkur tekist.Hjá Þjóðskrá erum við svo heppin að þar velst saman einvala lið starfsfólks sem ætlar sér ekkert annað en að standa sig vel í vinnunni og láta sér og samstarfsfólki sínu líða vel. Við trúum því að ef starfsfólkinu okkar líður vel á vinnustaðnum þá vinnast verkefnin vel. Gildin okkar eru einföld, gleði, kraftur, samvinna, við tengjum við þau, við vinnum eftir þeim og höldum þeim á lofti í gegnum öll okkar störf, innan veggja Þjóðskrár og í samvinnu við alla.
