Upplýsingaöryggi
Þjóðskrá hlaut í febrúar 2006 vottun frá Bresku staðlastofnuninni, BSI, samkvæmt ISO 27001:2005 staðlinum um stjórnun upplýsingaöryggis og hefur haldið vottuninni síðan. Þann 18. nóvember 2014 hlaut stofnunin vottun samkvæmt nýrri útgáfu staðalsins ISO/IEC 27001:2013. Skoðunarmenn BSI koma reglubundið til að gera úttekt á að starfseminni og fullvissa sig um að starfsemin sé í samræmi við ákvæði staðalsins.
Þjóðskrá er fyrsta ríkisstofnunin sem starfar samkvæmt slíkri vottun. Stofnun heldur mikilvægustu grunnskrá Íslands; þjóðskrá. Öflug gæðakerfi, byggð á viðurkenndum stöðlum, undir eftirliti óháðs aðila, er sú leið sem stofnunin hefur valið til að tryggja eins og framast er unnt öruggt skráarhald og skilvirka starfshætti.