Nafnbreyting 18 ára og eldri

Breyting á eiginnafni/-nöfnum eða millinafni, kenning til foreldris (beggja eða annars), kenninafnsbreyting, ættarnafn o.fl.

Afhendingarmáti

Staðfesting í bréfpósti eða tölvupósti

Afgreiðslutími:

7 dagar

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Nauðsynlegt er að tilgreina ástæðu ef um breytingu á eiginnafni eða millinafni er að ræða. Einnig ef óskað er eftir breytingu á kenninafni sem ekki er kenning við foreldri eða upptöku á ættarnafni.

Vakin er athygli á að í kjölfar nafnbreytingar er æskilegt að sækja um ný skilríki, t.d. vegabréf, ökuskírteini sem og rafræn skilríki. Bendir Þjóðskrá Íslands á að útgáfa nýs vegabréfs, vegna nafnbreytingar, er gjaldskyld.

Það fer eftir tegund nafnbreytingar hvort um sé að ræða gjaldfrjálsa breytingu eða ekki. Sjá frekari upplýsingar um það á eyðublaðinu sjálfu.

Lagaheimild skráningar