Stolið/týnt nafnskírteini

Tilkynning um stolið/týnt nafnskírteini

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Athugið að ef verið er að tilkynna um stolið/týnt nafnskírteini barns þá þurfa báðir forsjáraðilar að senda inn tilkynningu/staðfestingu um glatað nafnskírteini ef um sameiginlega forsjá er að ræða.

Nafnskírteini sem tilkynnt eru glötuð eru skráð inn í Schengen og Interpol upplýsingakerfin og eru þar með ónothæf. Tilkynna skal lögreglu, Þjóðskrá Íslands eða sendimönnum Íslands erlendis þegar í stað ef nafnskírteini glatast og skal þá gera sérstaka grein fyrir afdrifum þess. (Lög um nafnskírteini nr 55/2023)

Skv. 7. mgr. laga um nafnskírteini skal nýtt nafnskírteini gefið út með sama gildistíma og fyrra nafnskírteini ef það hefur verið tilkynnt glatað.

Komi nafnskírteini í leitirnar skal skila því til næsta sýslumannsembættis, sendiskrifstofa Íslands erlendis eða til Þjóðskrár Íslands.

Þegar búið er að skrá nafnskírteini í ofangreind kerfi þá er það óafturkræft og það getur valdið miklu óhagræði ef því er framvísað á landamærum.

Lagaheimild skráningar