Samþykki vegna útgáfu nafnskírteinis barns undir 13 ára aldri

Þegar sótt er um nafnskírteini sem er ekki ferðaskilríki.

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Þegar sótt er um nafnskírteini (sem telst ekki ferðaskilríki) fyrir barn yngra en 13 ára er nægjanlegt að einn forsjáraðili samþykki útgáfu þess séu þeir fleiri en einn. Forsjáraðili þarf að framvísa löggildum skilríkum. Eigi forsjáraðili sem samþykkir útgáfuna ekki íslenska kennitölu þarf afrit af skilríkjum hans að fylgja með.

Upplýsingar um skráða forsjá er að finna á mínum síðum á Ísland.is. Forsjá barns er könnuð hjá Þjóðskrá áður en nafnskírteinið er gefið út.

Refsivert getur verið að veita rangar upplýsingar um forsjá skv. 11. gr. laga nr. 55/2023 um nafnskírteini.

Athugið að þegar tilbúin nafnskírteini barna eru sótt til Þjóðskrár eða á umsóknarstað þá er nóg að annar forsjáraðili mæti með löggild skilríki, og barnið þarf ekki að koma með. Séu tveir forsjáraðilar þá má sá forsjáraðili sem ekki undirritar samþykki þetta sækja nafnskírteinið. Framvísa þarf löggiltu skilríki þegar nafnskírteini barna eru sótt.