Aðgangur að þjóðskrá - heildarskrá hjá miðlara

Umsókn

X-801

Aðgangur að þjóðskrá - heildarskrá hjá miðlara :

Umsókn um rafrænan aðgang að nafnaskrá þjóðskrár eða aðgangur að grunnskrá þjóðskrár með viðbótarupplýsingum. Val á miðlara.

 • Afnotaréttur
  Umsækjanda er aðeins heimilt að nota skrána í eigin þágu til uppflettingar og/eða samkeyrslu við eigin viðskiptamanna- og félagaskrár. Umsækjandi ber einn ábyrgð á vörslu skrárinnar og eftir atvikum afritum hennar. Óheimilt er að safna upplýsingum úr skránni eða breyta þeim. Umsækjandi skuldbindur sig til þess að leiðbeina starfsmönnum sínum sem aðgang hafa að skránni um efni skilmála og um rétta notkun á skránni. Starfsmenn umsækjanda skulu bundnir þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skal fara samkvæmt lögum, fyrirmælum eða eðli máls. Umsækjandi skuldbindur sig til þess að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem eru í skránni og miðlað er áfram til starfsmanna sinna. Skulu allar öryggisráðstafanir vera í samræmi við fyrirmæli Þjóðskrár Íslands um það efni.

  Takmarkanir á afnotarétti
  Umsækjanda er óheimilt:
  a) að afhenda þriðja aðila, gögn, skrár, límmiða, gíróseðla eða nokkur önnur gögn eða yfirlit sem gerð eru að byggð á upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eða endurriti þeirra,
  b) að hagnýta sér skrána til gerðar markpósts, kynninga eða auglýsinga í hvers konar formi s.s. útsendinga eða dreifingar nema notkunin sé úr eigin skrám, sbr. 7. lið hér að ofan,
  c) að veita þriðja aðila uppflettiaðgang að upplýsingum úr skránni með beinum eða óbeinum hætti, s.s. með vefþjónustu í samskiptagátt eða tengingu hugbúnaðar við þjóðskrá,
  d) að miðla upplýsingum sem ekki eru í þágu starfsemi umsækjanda.

  Eftirlit
  Þjóðskrá Íslands er heimilt að framkvæma eftirlit með söfnun upplýsinga, tengingu við aðrar upplýsingar og framsetningu hjá umsækjanda og starfsmönnum hans. Þjóðskrá Íslands er í eftirlitsskyni heimilt að hafa aðgang sem notandi hjá umsækjanda. Jafnframt er Þjóðskrá Íslands heimilt að viðhafa slíkt eftirlit á starfsstöð/útibúi umsækjanda.

  Gildistími og gjöld
  Samningur þessi gildir frá undirritunardegi og þar til honum er sagt upp. Uppsögn skal vera skrifleg og er uppsagnarfrestur einn mánuður frá næstu mánaðamótum að telja. Gjöld eru samkvæmt gildandi gjaldskrá Þjóðskrár Íslands hverju sinni. Fyrir hverja viðbótarstarfsstöð/útibú greiðist jafnframt samkvæmt gjaldskrá Þjóðskrár Íslands. Umsækjandi skal upplýsa Þjóðskrá Íslands árlega um fjölda útibúa sinna. Við greiðslufall reiknast dráttarvextir samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og dráttarvexti. Vanskil geta leitt til þess að aðgangsheimild umsækjanda verði afturkölluð án fyrirvara.

  Samningsbrot, riftun og bótaskylda
  Notkun umsækjanda á skránni sem samræmist ekki ákvæðum þessum er með öllu óheimil. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til að fella niður aðgangsheimild án fyrirvara telji stofnunin að öryggi upplýsinga sé ábótavant eða að notkun  samræmist ekki skyldum samkvæmt umsókn þessari, fyrirmælum Þjóðskrár Íslands þar að lútandi eða lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Brot geta haft í för með sér tafarlausa riftun á samningi aðila. Þá kunna brot að varða við lög. Við lok samnings þessa, riftun eða afturköllun, skuldbindur umsækjandi sig til þess að eyða skránni og afritum hennar tafarlaust með varanlegum hætti. Þjóðskrá Íslands ber ekki ábyrgð á hugsanlegu tjóni sem kann að hljótast af því að upplýsingar úr skránni reynist rangar.

  Almennir skilmálar Þjóðskrár Íslands 

  Lagaheimild skráningar

Aðgangur að þjóðskrá - heildarskrá hjá miðlara

Sækja eyðublað, innskráning með Íslykli eða rafrænum skilríkjum

*Síða opnast í nýjum flipa