Hjónavígsluvottorð

Vottorð um hjónavígsludag og -stað auk upplýsinga um hjón, nafn, kennitölu, fæðingardag og kyn.

Afhendingarmáti:Pósthólf Ísland.isBréfpósturSækja í Reykjavík
Afgreiðslutími:

Allt að 2 virkir dagar

Verð:3.000 kr

Athugið

Hjónavígsluvottorð er einungis gefið út fyrir hjón. Athugið að hjónavígsluvottorð eru ekki gefin út ef hjúskap er lokið t.d. við skilnað eða andlát, í slíkum tilvikum þarf að panta hjúskaparsöguvottorð. Ef hjónavígsla fór fram erlendis þá þarf að afla hjónavígsluvottorðs í því landi sem vígslan fór fram í. Ef afrit af erlendu hjúskaparvottorði er til í skrám Þjóðskrár Íslands þá er hægt að fá afrit af því með því að hafa samband við Þjóðskrá Íslands.

Rafræn vottorð með rafrænni undirritun eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð. Rafræn vottorð eru afhent í pósthólf á Ísland.is. Vottorð eru afhent í pósthólf vottorðshafa nema þegar um dánarvottorð er að ræða eða þegar pantað er fyrir hönd barna. Þá er vottorð aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar.

Athugið að eins og staðan er núna er ekki hægt að fá Apostille vottun á rafræn vottorð

Nánari upplýsingar um vottorð