Hjónavígsluvottorð - Pantað af lögaðila/fyrirtæki

Vottorð um hjónavígsludag og -stað auk upplýsinga um hjón, nafn, kennitölu, fæðingardag og kyn.

Afhendingarmáti:Pósthólf Ísland.isBréfpósturSækja í Reykjavík
Afgreiðslutími:

Allt að 2 virkir dagar

Verð:3.000 kr

Athugið

Lögaðili/fyrirtæki sem pantar vottorð þarf að vera með umboð frá vottorðshafa, til að panta vottorð og fá það afhent. Afrit af umboðinu þarf að setja inn í vottorðapöntunina sjálfa.

Hjónavígsluvottorð er einungis gefið út fyrir hjón. Athugið að hjónavígsluvottorð eru ekki gefin út ef hjúskap er lokið t.d. við skilnað eða andlát, í slíkum tilvikum þarf að panta hjúskaparsöguvottorð. Ef hjónavígsla fór fram erlendis þá þarf að afla hjónavígsluvottorðs í því landi sem vígslan fór fram í. Ef afrit af erlendu hjúskaparvottorði er til í skrám Þjóðskrár Íslands þá er hægt að fá afrit af því með því að hafa samband við Þjóðskrá Íslands.

Nánari upplýsingar um vottorð