Skráning barns sem er fætt erlendis

Beiðni um skráningu barns sem fætt er erlendis í þjóðskrá

Afhendingarmáti

Tilkynning í bréfpósti

Afgreiðslutími:

Fer eftir eðli máls

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Gildir einungis um skráningu barna sem eru fædd erlendis í þjóðskrá og eiga sjálfkrafa rétt á íslensku ríkisfangi, þar með talin börn sem eru ættleidd erlendis frá á grundvelli íslenskra ættleiðingarleyfa (börn eldri en 12 ára fá ekki íslenskt ríkisfang við ættleiðingu). Í tilvikum þar sem barn á ekki sjálfkrafa rétt á íslensku ríkisfangi þarf að sækja um veitingu ríkisfangs til Útlendingastofnunar, t.d. ef íslenskur, ógiftur karl eignast barn erlendis fyrir 1. júlí 2018 með erlendum ríkisborgara. Ef barn er ættleitt erlendis á grundvelli erlendra ættleiðingarleyfa þarf einnig að sækja um veitingu ríkisfangs til Útlendingastofnunar. Útlendingastofnun upplýsir Þjóðskrá Íslands um veitingu íslensks ríkisfangs og sækir jafnframt um kennitölu og þar með skráningu í þjóðskrá. 

Lagaheimild skráningar