Nafnbreyting barns yngra en 18 ára

Beiðni um breytingu á nafni fyrir barn yngra en 18 ára

Afhendingarmáti

Staðfesting í bréfpósti eða tölvupósti

Afgreiðslutími:

Fer eftir eðli máls

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Nauðsynlegt er að tilgreina ástæðu ef um breytingu á eiginnafni eða millinafni er að ræða. Einnig ef óskað er eftir breytingu á kenninafni sem ekki er kenning við foreldri eða upptöku á ættarnafni.

Ef forsjármenn eru tveir, skulu þeir báðir undirrita beiðnina. Ef barnið er 12 ára eða eldra þarf það einnig að undirrita beiðnina.
Undirritaðir staðfesta að ofangreindar upplýsingar eru réttar.
Nafnbreytingar eru einungis heimilaðar einu sinni nema sérstaklega standi á.

Vakin er athygli á að í kjölfar nafnbreytingar er æskilegt að sækja um ný skilríki, t.d. vegabréf og ökuskírteini. Bendir Þjóðskrá Íslands á að útgáfa nýs vegabréfs, vegna nafnbreytingar, er gjaldskyld.

Það fer eftir tegund nafnbreytingar hvort um sé að ræða gjaldfrjálsa breytingu eða ekki. Sjá frekari upplýsingar um það á eyðublaðinu sjálfu.

Lagaheimild skráningar