Sérstakt aðsetur fyrir Grindavík

Athugið að til þess að eiga rétt á skráningu tímabundins aðseturs vegna neyðarástands þurfa einstaklingar að hafa verið með skráð lögheimili í Grindavík þann 10. nóvember 2023.
Nóg er að annar aðila hjóna eða sambúðarfólks sendi inn tilkynningu, þ.e. að aðeins sé send inn ein tilkynning fyrir hvert fjölskyldunúmer. Aftur á móti þurfa t.d. börn sem orðin eru 18 ára að senda inn sér tilkynningu fyrir sig.

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Athugið að með tímabundinni aðsetursskráningu heldur einstaklingur lögheimili sínu og þeim réttindum sem því fylgja en aðsetur er skráð þar sem hann dvelur tímabundið vegna aðstæðna.