Aðgangur að þjóðskrá - uppfletti hjá miðlara

Umsókn

X-803

Aðgangur að þjóðskrá - uppfletti hjá miðlara :

Rafrænn aðgangur að þjóðskrá í lokuðu uppflettikerfi hjá miðlara. Grunnskrá þjóðskrár með viðbótarupplýsingum.

 • Eingöngu er heimilt að nota upplýsingar úr þjóðskrá í eigin þágu, til uppflettinga og/eða samkeyrslu við eigin viðskipta-manna- og félagaskrár. Óheimilt er með öllu að miðla upplýsingum úr skránni til þriðja aðila með beinum eða óbeinum hætti, t.d. með uppflettiaðgangi á netinu eða með öðru móti.

  Leigutaka er óheimilt án skriflegs samkomulags við Þjóðskrá Íslands:

  • Að afhenda þriðja aðila skrár, límmiða, gíróseðla eða nokkur önnur gögn eða yfirlit sem framleidd eru með afriti þjóðskrár eða endurriti þess.
  • Að nýta sér afritið til áróðurs, kynningar eða auglýsingar í hvers konar formi, svo sem útsendingar eða dreifingar nema notkunin sé úr eigin skrám.

  Óheimilt er að safna upplýsingunum saman eða breyta þeim. Umsækjandi skuldbindur sig til þess að leiðbeina starfs-mönnum sínum sem aðgang hafa að þjóðskrá um efni skilmála og um rétta notkun á upplýsingunum.

  Greitt er einingaverð fyrir upplýsingar úr þjóðskrá samkvæmt gildandi gjaldskrá Þjóðskrár Íslands og skal greiðsla koma fyrir mánaðarlega.

  Öll notkun umsækjanda á upplýsingum sem samræmist ekki ákvæðum samnings þess um afnot af þjóðskrá er með öllu óheimil. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til að fella niður aðgangsheimild þegar í stað telji stofnunin að öryggi upplýsinga sé ábótavant eða að notkun umsækjanda samræmist ekki skyldum hans samkvæmt umsókn þessari, fyrirmælum Þjóðskrár Íslands þar að lútandi eða lögum nr. 90/2018.

  Almennir skilmálar Þjóðskrár Íslands 

  Lagaheimild skráningar

Aðgangur að þjóðskrá - uppfletti hjá miðlara

Sækja eyðublað

*Síða opnast í nýjum flipa