Forsjárvottorð

Vottorð um fyrirkomulag forsjár barns, tilgreint er nafn og kennitala barns, nöfn og kennitölur forsjáraðila.

Afhendingarmáti:Pósthólf Ísland.isBréfpósturSækja í Reykjavík
Afgreiðslutími:

Allt að 2 virkir dagar

Verð:3.000 kr

Pöntunarferli

Forsjárvottorð er pantað rafrænt á vef Þjóðskrár. Sá aðili sem pantar vottorðið þarf að skrá sig inn á pöntunarform með rafrænum skilríkjum. Athugið að setja þarf inn kennitölu þess barns, sem vottorðið er fyrir.

Velja þarf fjölda vottorða, tungumál vottorðs og að lokum afhendingarmáta.

Afhendingarmátar eru þrír:

  • Rafrænt vottorð í pósthólf á Ísland.is – fljótlegasti og besti kosturinn.
  • Sent heim í bréfpósti – sent á lögheimili vottorðshafa.
  • Sækja vottorðið í afgreiðslu Þjóðskrár í Borgartúni 21 – opið frá kl. 10-15.

Þegar greiðsla og pöntun hefur borist Þjóðskrá þá fer hún til vinnslu og er afgreiðslutími vottorða allt að 2 virkir dagar.

Athugið að vottorðið er einungis útbúið ef öll gögn eru til staðar.

Þegar vottorðið er tilbúið er SMS sent á þann sem pantaði og vottorðið afhent með þeim hætti sem óskað var eftir í pöntun.

Athugið

Þjóðskrá Íslands gefur einungis út forsjárvottorð í þeim tilvikum þar sem unnt er að staðfesta forsjá á grundvelli gagna sem liggja fyrir. Dæmi um tilvik þar sem hugsanlega er ekki hægt að gefa út forsjárvottorð er þegar börn eru fædd eða hafa átt lögheimili erlendis. Þjóðskrá Íslands getur ekki fullyrt um ákvarðanir um forsjá barna á erlendri grundu. Athugið þó að hægt er að gefa út forsjárvottorð fyrir börn sem skráð eru með lögheimili erlendis og þá með ákveðnum fyrirvara um að forsjá sé eingöngu staðfest eins og var við flutning frá Íslandi.

Rafræn vottorð með rafrænni undirritun eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð. Rafræn vottorð eru afhent í pósthólf á Ísland.is. Vottorð eru afhent í pósthólf vottorðshafa nema þegar um dánarvottorð er að ræða eða þegar pantað er fyrir hönd barna. Þá er vottorð aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar.

Athugið að eins og staðan er núna er ekki hægt að fá Apostille vottun á rafræn vottorð

Nánari upplýsingar um vottorð