Vottorð um fjárræði

Á vottorðinu kemur fram hvort einstaklingur sé sviptur fjárræði. Ef einstaklingurinn er sviptur fjárræði þá kemur jafnframt hver er skipaður lögráðamaður/ráðsmaður, hvenær sviptingartíma lýkur og hvort svipting fjárræðis sé takmörkuð við tilteknar eignir.

Afhendingarmáti:Pósthólf Ísland.isBréfpósturSækja í Reykjavík
Afgreiðslutími:

Allt að 2 virkir dagar

Verð:3.000 kr

Athugið

Fyrirvari: Vottorð um fjárræði eru einungis afhent einstaklingi sem óskar upplýsinga um sig sjálfan eða umboðsmanni sem hann hefur veitt sérstakt umboð, skipuðum lögráðamönnum og ráðamönnum vegna skjólstæðinga þeirra og opinberum aðilum vegna lögmæltra verkefna þeirra. Heimilt er að afhenda upplýsingar til annarra aðila en að framan greinar sé sýnt fram á lögmæta hagsmuni af því að fá upplýsingar um fjárræði eða sérstaka lagaheimild. 

Rafræn vottorð með rafrænni undirritun eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð. Rafræn vottorð eru afhent í pósthólf á Ísland.is. Vottorð eru afhent í pósthólf vottorðshafa nema þegar um dánarvottorð er að ræða eða þegar pantað er fyrir hönd barna. Þá er vottorð aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar.

Athugið að eins og staðan er núna er ekki hægt að fá Apostille vottun á rafræn vottorð

Nánari upplýsingar um vottorð