Yfirlýsing móður um faðerni barns og faðernisviðurkenning

Yfirlýsing um faðerni barns og faðernisviðurkenningu

Afgreiðslutími:

Mismunandi eftir eðli mála

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Tilkynning um faðerni skal berast beint til Þjóðskrár Íslands. Þetta eyðublað á einungis við þegar feðra á barn, tilkynna þarf nafn barns á eyðublaði A-101. Sé móðir með óupplýsta hjúskaparstöðu í þjóðskrá þarf hún að skila inn hjúskaparstöðuvottorði sínu svo hægt sé að feðra barnið.
Foreldrar þurfa að leita til sýslumanns vegna meðlags með barni og forsjárbreytinga. Sé faðir yngri en 18 ára þarf feðrun að fara fram hjá sýslumanni.
Skv. 4 gr. barnalaga þá þarf lýstur faðir að skrifa undir yfirlýsinguna í viðurvist tveggja votta, sem staðfesta það með undirritun sinni.
Eigi foreldrar eða vottar ekki íslenska kennitölu þá þarf ljósrit af vegabréfi að fylgja með.

Lagaheimild skráningar