Fæðingarvottorð - Pantað af lögaðila/fyrirtæki

Vottorð um fæðingardag/kennitölu, kyn, fæðingarstað og nöfn foreldra. Ekki er hægt að gefa út fæðingarvottorð fyrir einstaklinga sem eru fæddir erlendis. Í slíkum tilvikum er best að hafa samband við þjónustuver í síma 515 5300.

Afhendingarmáti:Pósthólf Ísland.isBréfpósturSækja í Reykjavík
Afgreiðslutími:

Allt að 2 virkir dagar

Verð:3.000 kr

Athugið

Lögaðili/fyrirtæki sem pantar vottorð þarf að vera með umboð frá vottorðshafa, til að panta vottorð og fá það afhent. Afrit af umboðinu þarf að setja inn í vottorðapöntunina sjálfa.

Til að nafn föður komi á fæðingarvottorð barns, þarf að vera búið að skrá faðerni barnsins. Tilkynningu um faðerni skal skila til Þjóðskrár Íslands.

Eigi nafn barns að koma fram á fæðingarvottorði þarf að vera búið að skila inn tilkynningu um nafngjöf barns. Sé ekki búið að skrá nafn barns þá kemur eingöngu kenninafn barnsins á fæðingarvottorðið.

Fæðingarvottorð eru eingöngu gefin út fyrir einstaklinga sem fæddir eru á Íslandi.

Nánari upplýsingar um vottorð