Sérvinnsla landupplýsinga

Umsókn

Z-859

Sérvinnsla landupplýsinga :

Umsókn um sérvinnslu og/eða kaup á landupplýsingum úr fasteignahluta Þjóðskrár Íslands.

 • Umsækjandi lýsir yfir með umsókn þessari að upplýsingarnar séu nauðsynlegar í starfsemi hans. Notkun þeirra verður bundin við þann tilgang sem nánar er tilgreindur á þessu eyðublaði. Notkun sem ekki samræmist tilgreindum tilgangi er með öllu óheimil.

  Umsækjandi skal gæta vel að öryggi þeirra upplýsinga sem hann fær afhent. Óheimilt er að safna upplýsingum saman, afrita, breyta né miðla upplýsingum til óviðkomandi aðila.

  Verkbeiðandi er með öllu óheimilt án skriflegs samnings þess efnis við Þjóðskrá Íslands að afhenda þriðja aðila, gögn, skrár, eða yfirlit sem gerð eru og byggð á upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eða endurriti þeirra.

  Umsækjandi skal greiða fyrir skrár og vinnslur samkvæmt gjaldskrá Þjóðskrár Íslands hverju sinni. Reikningur verður sendur út samhliða afhendingu.

  Þjóðskrá Íslands ber ekki ábyrgð á misnotkun upplýsinga eða vanefndum af hálfu umsækjanda og stofnunin áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við ranga eða misvísandi túlkun og misnotkun upplýsinga. Þjóðskrá Íslands er heimilt að framkvæma eftirlit með notkun upplýsinga og tengingu við aðrar upplýsingar hjá  notanda.

  Ef í ljós kemur misnotkun eða vanefndir af hálfu notanda eða að notkun upplýsinga samræmist ekki skilmálum Þjóðskrár Íslands um það efni eða að öryggi upplýsinga er ábótavant áskilur stofnunin sér rétt til þess að stöðva notkun umsækjanda á upplýsingum fyrirvaralaust.

   

  Lagaheimild skráningar

Sérvinnsla landupplýsinga

Sækja eyðublað, innskráning með Íslykli eða rafrænum skilríkjum

*Síða opnast í nýjum flipa