Ríkisfangsvottorð
Vottorð um íslenskt ríkisfang. Auk ríkisfangs er tilgreint fullt nafn, kennitala, kyn og lögheimili einstaklings.
Allt að 2 virkir dagar
Athugið
Ríkisfangsvottorð staðfesta það ríkisfang sem skráð er í þjóðskrá á þeim tíma sem vottorð er útgefið. Þar sem aðeins eitt ríkisfang er skráð í þjóðskrá þá er tvöfalt ríkisfang ekki hægt að staðfesta með ríkisfangsvottorð.
Rafræn vottorð með rafrænni undirritun eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð. Rafræn vottorð eru afhent í pósthólf á ísland.is. Vottorð eru afhent í pósthólf vottorðshafa nema þegar um dánarvottorð er að ræða eða þegar pantað er fyrir hönd barna. Þá er vottorð aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar.
Athugið að eins og staðan er núna er ekki hægt að fá Apostille vottun á rafræn vottorð