Útgáfa vegabréfs - undir 18 ára

Samþykki forsjáraðila vegna útgáfu vegabréfs fyrir einstakling undir 18 ára.

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Báðir forsjáraðilar þurfa að skrifa undir þar til gert skjal  til að samþykkja útgáfu vegabréfs. Ef annar forsjáraðili barns getur ekki mætt ritar hann samþykki sitt á skjalið. Þá þarf vottun 2 einstaklinga eldri en 18 ára.

Fari forsjáraðili einn með forsjá barns er undirskrift hans nægjanleg vegna umsóknar og staðfestir Þjóðskrá Íslands að viðkomandi fari einn með forsjá.

Sérstök athygli er vakin á að hafi forsjáraðili gengið í hjúskap fyrir 1.1.2013 þarf samþykki stjúpforeldris. Og hafi forsjáraðili skráð sig í sambúð í þjóðskrá fyrir 1.1.2012 þarf samþykki sambúðarforeldris.

Forsjáraðili sem fer einn með forsjá barns og gengið hefur í hjúskap eftir 1.1.2013 og eða skráð sig í sambúð í þjóðskrá eftir 1.1.2012, getur einn skrifað undir umsókn um vegabréf fyrir barn nema samið hafi verið um sameiginlega forsjá með stjúpforeldri eða sambúðarforeldri.


Lagaheimild skráningar