Forsjárvottorð - Pantað af lögaðila/fyrirtæki

Vottorð um fyrirkomulag forsjár barns, tilgreint er nafn, kennitala og lögheimili barns, nöfn og kennitölur forsjáraðila og fyrirkomulag forsjár.

Afhendingarmáti:Pósthólf Ísland.isBréfpósturSækja í Reykjavík
Afgreiðslutími:

Allt að 2 virkir dagar

Verð:3.000 kr

Athugið

Lögaðili/fyrirtæki sem pantar vottorð þarf að vera með umboð frá vottorðshafa, til að panta vottorð og fá það afhent. Afrit af umboðinu þarf að setja inn í vottorðapöntunina sjálfa.

Þjóðskrá Íslands gefur einungis út forsjárvottorð í þeim tilvikum þar sem unnt er að staðfesta forsjá á grundvelli gagna sem liggja fyrir. Dæmi um tilvik þar sem hugsanlega er ekki hægt að gefa út forsjárvottorð er þegar börn hafa átt lögheimili erlendis eða eru fædd erlendis. Þjóðskrá Íslands getur ekki fullyrt um ákvarðanir um forsjá barna á erlendri grundu.

Nánari upplýsingar um vottorð