Á framfæri fjölskyldumeðlims
Afgreiðslutími umsókna um lögheimilisskráningu á Íslandi er allt að fimm virkir dagar eftir að öllum fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn.
Allir umsækjendur þurfa að skila inn afriti/mynd af vegabréf eða löggildu skilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma. Mæta þarf í eigin persónu á skráningarstað og framvísa frumriti ferðaskilríkis sem og fæðingarvottorðs og/eða hjúskaparstöðuvottorðs.
Umsækjandi skal sjálfur fylla út umsókn og gefa upp sitt eigið netfang, því skráningarvottorð er sent með tölvupósti að skráningu lokinni.
Umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en öll gögn hafa borist og umsækjandi komið á skráningarstað og framvísað vegabréfi og öðrum nauðsynlegum gögnum.
Valkvætt er að senda fæðingarvottorð með umsókn en ávallt þarf að sýna frumrit við komu til landsins.
Einstaklingur sem er í hjúskap með EES/EFTA ríkisborgara sem er með lögheimili á Íslandi og á framfæri hans.
Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:
- Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
- Hjónavígsluvottorð.
- Gögn sem sýna að maki geti framfleytt umsækjanda. Sjá framfærsluviðmið.
- Staðfesting á sjúkratryggingu. Ferðatrygging er ekki fullnægjandi.
- Athugið að ef maki fékk skráningu á Íslandi á grundvelli þess að vera launþegi eða atvinnurekandi þá þarf umsóknaraðili ekki að staðfesta að hann sé sjúkratryggður.
Ógiftur einstaklingur sem haldið hefur heimili með ógiftum EES/EFTA ríkisborgara sem er með lögheimili á Íslandi, og verður á framfæri hans.
- Vottorð um hjúskaparstöðu beggja aðila.
- Yfirlýsing sambúðarmaka um vilja hans til að framfleyta umsækjanda.
- Gögn sem staðfesta framfærslugetu sambúðarmaka. Sjá framfærsluviðmið.
- Gögn sem sýna fram á sambúð eða sameiginlegt lögheimili í fyrra lögheimilislandi.
- Staðfesting á sjúkratryggingu. Ferðatrygging er ekki fullnægjandi. Athugið að ef maki fékk skráningu á Íslandi á grundvelli þess að vera launþegi eða atvinnurekandi þá þarf umsóknaraðili ekki að staðfesta að hann sé sjúkratryggður.
Annað, eða báðir foreldrar (eða forsjáraðilar), þurfa að vera skráðir til lögheimilis á Íslandi (eða með umsókn í ferli), áður en hægt er að klára skráningu barns. Ath. barn þarf að koma á skráningarstað ásamt foreldrum og framvísa nauðsynlegum gögnum.
- Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:
- Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
- Fæðingarvottorð.
- Staðfesting á sjúkratryggingu. Ferðatrygging er ekki fullnægjandi.
- Athugið að ef foreldri fékk skráningu á Íslandi á grundvelli þess að vera launþegi eða atvinnurekandi þá þarf umsóknaraðili ekki að staðfesta að hann sé sjúkratryggður.
- Afrit af vegabréfi eða ferðaskilríki foreldra.
Komi barn með báðum foreldrum sínum þá þarf einnig að senda eftirfarandi gögn með umsókninni.
- Ef foreldrar eru giftir þarf hjónavígsluvottorð foreldra, hafi því ekki verið skilað inn nú þegar.
- Ef foreldrar eru hvorki giftir né í skráðri sambúð í þjóðskrá þá þarf að skila inn gögnum sem sýna hvernig forsjá barns er háttað.
- Ef foreldrar eru hvorki giftir né í skráðri sambúð en skráðir á sama heimilisfang þá þarf að fylgja staðfesting um hvoru foreldri barnið eigi að tengjast í þjóðskrá.
- Komi barn til landsins með aðeins öðru foreldri sínu þá þarf að skila inn gögnum sem sýna hvernig forsjá barns er háttað. Sé forsjá barns sameiginleg þá þarf að skila inn samþykki þess foreldris sem ekki flytur til Íslands.
Umsækjandi sem verður á framfæri annars, eða beggja foreldra, sem skráðir eru til lögheimilis á Íslandi (eða með umsókn í ferli). Foreldrar verða að vera skráðir með lögheimili á Íslandi áður en hægt er að klára skráningu umsækjanda.
Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:
- Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
- Fæðingarvottorð.
- Staðfesting á sjúkratryggingu. Ferðatrygging er ekki fullnægjandi.
- Yfirlýsing foreldris um vilja hans til að framfleyta umsækjanda.
- Gögn sem sýna að foreldri geti framfleytt umsækjanda. Sjá framfærsluviðmið.
Einstaklingur sem er skyldur EES/EFTA borgara sem er skráður til lögheimilis á Íslandi og verður á framfæri hans. Skyldleiki þarf að vera í beinan legg t.d. foreldri, amma, afi eða barnabarn.
Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:
- Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
- Skyldleikavottorð sem sýna fram á skyldleika í beinan legg.
- Yfirlýsing skyldmennis um vilja hans til að framfleyta umsækjanda.
- Gögn sem staðfesta framfærslugetu ættmennis. Sjá framfærsluviðmið.
- Staðfesting á sjúkratryggingu. Ferðatrygging er ekki fullnægjandi.