Athugið!
Afgreiðslutími umsókna um lögheimilisskráningu á Íslandi er allt að fimm virkir dagar eftir að öllum fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn.

Allir umsækjendur þurfa að skila inn afriti/mynd af vegabréf eða löggildu skilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma. Mæta þarf í eigin persónu á skráningarstað og framvísa frumriti ferðaskilríkis sem og fæðingarvottorðs og/eða hjúskaparstöðuvottorðs.

Einstaklingur með eigin framfærslueyri þarf að sýna fram á að hann geti framfleytt sér hér á landi í að minnsta kosti 3 mánuði.

Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:

  • Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
  • Staðfesting á sjúkratryggingu. Ferðatrygging er ekki fullnægjandi. Sjá kröfur til skjala.
  • Gögn sem staðfesta framfærslugetu til að minnsta kosti þriggja mánaða. Athugið að það þarf að koma skýrt fram á framlögðum gögnum hver á umrædda upphæð og að staðfesting má ekki vera eldri en tveggja vikna. Athugið að reiðufé telst ekki fullnægjandi staðfesting á framfærslu. Sjá lágmarksframfærsluskilyrði.
    Athugið að ef framfærslugagnið er ekki á nafni umsækjanda, þarf undirrituð yfirlýsing ásamt skilríki þess sem framfleytir umsækjanda að fylgja.

Valkvætt er að senda eftirfarandi gögn með umsókn en ávallt þarf að sýna frumrit við komu til landsins:

  • Fæðingarvottorð.
  • Hjúskaparstöðuvottorð. Einstaklingar eru hins vegar hvattir til að skila inn hjúskaparstöðuvottorði sínu því hjúskaparstöðuskráning getur haft áhrif á réttindi einstaklinga, og eftir atvikum barna þeirra. 

Umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en öll gögn hafa borist og umsækjandi komið á skráningarstað og framvísað vegabréfi og öðrum nauðsynlegum gögnum.

Skilyrði um lágmarksframfærslu

Yfirlit yfir lágmarksframfærslu