Aukavegabréf

Athugið!
Samþykki fyrir útgáfu aukavegabréfs má ekki vera eldri en 3 mánaða. Fyrir hvert nýtt vegabréf þarf að koma inn ný beiðni frá vinnuveitanda.

Í sérstökum tilvikum er Þjóðskrá heimilt að gefa út fleiri en eitt vegabréf fyrir sama einstakling. Aukavegabréf verður þó ekki gefið út nema umsækjandi sýni fram á brýna þörf fyrir fleiri en eitt vegabréf, t.d. vegna tíðra vinnuferða til landa sem krefjast vegabréfsáritana.

Ferlið:

Vinnuveitandi útbýr formlega beiðni um aukavegabréf fyrir viðkomandi starfsmann. Beiðnin þarf að vera á bréfsefni fyrirtækisins, undirrituð og dagsett. Þar þarf að gera grein fyrir og rökstyðja hvers vegna starfsmaður þarf á tveimur vegabréfum að halda.

  • Vinnuveitandi sendir beiðnina sem skannað skjal í tölvupósti til vegabréfadeildar Þjóðskrár, vegabref@skra.is.
  • Þegar beiðnin hefur verið afgreidd er svar sent á vinnuveitanda eða það netfang sem beiðnin kemur frá.
  • Starfsmaður/einstaklingur fer á umsóknarstað og greiðir fyrir nýja umsókn (myndataka og fleira).
  • Vegabréf framleitt.

Beiðnir um aukavegabréf sem ekki tengjast starfi fara í sama ferli en rökstuðningur, undirritaður og dagsettur, skal þá koma á bréfi frá einstaklingnum sjálfum.

Vegabréfið þitt

Þarftu/viltu vita gildistíma vegabréfsins þíns eða hvert númerið er á því?

Nánar á ísland.is

Ertu á leiðinni til útlanda?

Nokkrir mikilvægir punktar varðandi vegabréf

Skoða

Umsóknarstaðir innanlands

Sjá lista yfir umsóknarstaði innanlands

Nánar um umsóknarstaði innanlands

Umsóknarstaðir erlendis

Sjá nánar um útgáfu skilríkja erlendis

Nánar um umsóknarstaði erlendis

Lög og reglugerðir

Lög og reglugerðir um þjóðskrá, persónuskírteini og kjörskrá

Nánar um lög og reglugerðir