Þjóðskrá

Í þjóðskrá eru meðal annars skráðar kennitölur manna, nöfn þeirra, kyn, hjúskaparstaða, börn, lögheimili, aðsetur ef við á, fæðingarstaður, ríkisfang, hvort fólk vilji fá sendan markpóst, skráning í trúfélag og fleira auk breytinga sem verða á þessum atriðum og öðrum högum manna.

Kaup á upplýsingum

Fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum stendur til boða að nota grunnskrá þjóðskrár vegna starfsemi sinnar. Í þessu felst að þegar tilteknar upplýsingar eru skráðar í tölvukerfi þjóðskrár, t.d. þegar fæðingarstofnun tilkynnir fæðingu barns, þá er barnið skráð í þjóðskrá og að því loknu birtist kennitala þess í uppflettingu hjá þeim sem hafa aðgang að skránni. 

Sækja þarf um aðgang og gera samning við Þjóðskrá áður en gögn verða aðgengileg hjá miðlara. 

Listi yfir miðlara þjóðskrá

 

Úrtök úr þjóðskrá

Úr þjóðskrá eru unnin úrtök annars vegar af hálfu Þjóðskrár og hins vegar af fyrirtækjum sem hafa heimild til úrtaksvinnslu samkvæmt samningi við stofnunina. Úrtök sem stofnunin vinnur eru m.a. íbúaskrár, kjörskrárstofnar, vottorð og sértækar vinnslur. Fyrirtæki sem hafa samning vinna úrtök til notkunar í skoðanakönnunum og/eða markaðsrannsóknum.

Aðeins viðurkenndur úrtaksaðili hefur heimild til að framkvæma úrtök sem Þjóðskrá Íslands hefur samþykkt. Úrtök vegna kannana. Allar fyrirspurnir um framkvæmd úrtaksaðila við úrtak skal senda á urtok@skra.is

Hjá Þjóðskrá Íslands getur fólk undanþegið sig því að vera á úrtakslistum með því að skrá sig á bannskrá.

Rannsóknir sem falla undir vísindarannsóknir eru undanskildar enda háðar sérstöku leyfi Persónuverndar.

Reglur nr. 36/2005 um bannskrá þjóðskrár og 21. gr. laga um persónuvernd nr. 90/2018

 

Listi yfir úrtaksaðila:

Advania 

Creditinfo 

Ferli ehf  

Gallup GÍ rannsóknir ehf  

Pósturinn

Markaðsráð ehf

MMR ehf

Önnur upplýsingagjöf

Upplýsingagjöf til að mynda vegna fyrirspurna sem berast bréfleiðis eða í síma eru ávallt metnar og hvert tilfelli metið fyrir sig. Upplýsingar um núverandi lögheimili einstaklinga, dánardag og fullt nafn (rithátt) eru dæmi um upplýsingar sem eru almennt veittar til þriðja aðila sé þess óskað. Upplýsingar um kennitölur, hjúskaparstöðu, maka o.s.frv. eru ekki veittar til þriðja aðila. 

Einnig er bent á að hægt er að panta vottorð úr þjóðskrá

Gjaldskrá Þjóðskrár

Skoða gjaldskrá

Skilgreiningar á svæðum í þjóðskrá

Þjóðskrá skiptist í þrjár skrár. Mismunandi tegundir eru að aðgangi sem sækja þarf sérstaklega um og inniheldur hver aðgangur mismikið af upplýsingum.

Sjá skilgreiningar

Táknmál Þjóðskrár (lýsing)

Skoða táknmál