Vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verður töf á birtingu vísitölu fyrir júní. Það er verið að þinglýsa þeim skjölum sem komu inn meðan á verkfalli stóð. Hægt er að sjá stöðuna hér. Vísitala fyrir júní munu birtast um leið og búið verður að þinglýsa og skrá gögn.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 428,5 stig í maí 2015 (janúar 1994=100) og hækkaði um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði þar á undan hækkaði vísitalan um 1,2%, síðastliðna 6 mánuði þar á undan hækkaði hún um 6,1% og síðastliðna 12 mánuði þar á undan hækkaði hún um 9,1%.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.
Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.
Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til að endurskoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri aðferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar.
Ef þú vilt skoða tímaröð fyrir vísitöluna, þá getur þú smellt hér til að skoðað gögnin í Excel. Ef þú vilt ekki láta Excel opnast í vafranum, þá getur þú hægri smellt og valið „Save target/link as“ og fært skjalið niður á harða diskinn og opnað það síðan í Excel.
Öllum eru heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.
Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir júlí 2015 verður birt 18. ágúst n.k.