Þjóðskrá05. maí 2021

Sameiningarkosningar 5. júní 2021 - Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

Vegna sameiningarkosninga í sveitarfélögunum Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Skagabyggð og Skagaströnd annars vegar og hins vegar í sveitarfélögunum Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit sem fram fara þann 5. júní nk. og utankjörfundaratkvæðagreiðslna sem hófust þann 10. apríl sl. geta þeir námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í umræddum sveitarfélögum sótt um að vera teknir á kjörskrá.

Vegna sameiningarkosninga í sveitarfélögunum Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Skagabyggð og Skagaströnd annars vegar og hins vegar í sveitarfélögunum Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit sem fram fara þann 5. júní nk. og utankjörfundaratkvæðagreiðslna sem hófust þann 10. apríl sl. geta þeir námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í umræddum sveitarfélögum sótt um að vera teknir á kjörskrá. Athugið að umsóknin gildir eingöngu fyrir þessar einu kosningar.

Tilkynningu um nám á norðurlöndunum skal senda rafrænt á eyðublaðinu K-101 sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.skra.is eða á slóðinni https://www.skra.is/umsoknir/eydublod-umsoknir-og-vottord/stok-vara/?productid=9dbd9af2-0fd1-11e8-944e-005056851dd2 . Tilskilið er að framvísa staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann.

Nánari upplýsingar í síma 515-5300 eða með tölvupósti á skra@skra.is

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar