Þjóðskrá hefur hafið birtingu á sjálfvirkum skýrslum úr fasteignaskrá, þjóðskrá og kaupskrá. Fyrstu skýrslurnar eru sniðnar að einstökum sveitarfélögum þar sem gögn úr þessum skrám birtast fyrir valið sveitarfélag. Með þessu geta starfsmenn sveitarfélaga og aðrir áhugasamir nálgast heildstæðar upplýsingar um stöðuna á fasteignamarkaði, fyrstu kaupendur, íbúafjölda og fleira sem birtist þeim sækja skýrslurnar. Hægt er að skrá sig í áskrift og fá sjálfkrafa senda nýju skýrslu í hverjum mánuði.
Sjálfvirkar uppfærslur
Gögnin í skýrslunum byggja á sjálfvirkum gagnauppfærslum sem eru flestar uppfærðar einu sinni á sólarhring og gefur því raunstöðu yfir skráðan fjölda íbúa, aldursdreifingu þeirra,veltu á fasteignamarkaði, fyrstu kaupendur, kaupverð, þróun fasteignamats o.fl. Fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar um einstaka gagnasöfn má skoða það nánar á vef Þjóðskrár. Gögnin verða svo gerð aðgengileg í vefþjónustum fyrir stórnotendur á fyrri hluta árs 2022.
„Við höfum verið að endurskoða og sjálfvirknivæða útgáfu á talnaefnið á skra.is að undanförnu og þetta er einn liður í þeirri vinnu. Þarna er sjálfvirknivæðing á undirliggjandi vinnslum og svo erum við að nálgast notendur gagnanna með öðrum hætti en áður sem vonandi einfaldar þeim sína vinnu sem vilja nálgast gögn út frá einstaka sveitarfélögum. Í framtíðinni býður þetta upp á marga möguleika eins og sjálfvirkar skýrslur fyrir leigu- og kaupmarkað fasteigna sem byggir á upplýsingum í gagnasafni Þjóðskrár, “ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár en vinna við skýrslurnar var kynnt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í október og þær hafa svo verið þróaðar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Margrét segir ákall á eftir góðum og aðgengilegum gögnum mikið og skýrt. „Við sjáum að þörfin fyrir aðgengileg gögn er alltaf að verða meiri og ákallið mikið. Við þurfum að geta þjónustað stórnotendur vel en líka aðra hópa sem þurfa að nota gögn Þjóðskrár við ákvörðunartöku eða í greiningu.“
Sjálfvirkar uppfærslur
Gögnin í skýrslunum byggja á sjálfvirkum gagnauppfærslum sem eru flestar uppfærðar einu sinni á sólarhring og gefur því raunstöðu yfir skráðan fjölda íbúa, aldursdreifingu þeirra,veltu á fasteignamarkaði, fyrstu kaupendur, kaupverð, þróun fasteignamats o.fl. Fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar um einstaka gagnasöfn má skoða það nánar á vef Þjóðskrár. Gögnin verða svo gerð aðgengileg í vefþjónustum fyrir stórnotendur á fyrri hluta árs 2022.
„Við höfum verið að endurskoða og sjálfvirknivæða útgáfu á talnaefnið á skra.is að undanförnu og þetta er einn liður í þeirri vinnu. Þarna er sjálfvirknivæðing á undirliggjandi vinnslum og svo erum við að nálgast notendur gagnanna með öðrum hætti en áður sem vonandi einfaldar þeim sína vinnu sem vilja nálgast gögn út frá einstaka sveitarfélögum. Í framtíðinni býður þetta upp á marga möguleika eins og sjálfvirkar skýrslur fyrir leigu- og kaupmarkað fasteigna sem byggir á upplýsingum í gagnasafni Þjóðskrár, “ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár en vinna við skýrslurnar var kynnt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í október og þær hafa svo verið þróaðar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Margrét segir ákall á eftir góðum og aðgengilegum gögnum mikið og skýrt. „Við sjáum að þörfin fyrir aðgengileg gögn er alltaf að verða meiri og ákallið mikið. Við þurfum að geta þjónustað stórnotendur vel en líka aðra hópa sem þurfa að nota gögn Þjóðskrár við ákvörðunartöku eða í greiningu.“