Fasteignir24. febrúar 2022

Kaupskrá fasteigna nú aðgengileg gjaldfrjálst á vef Þjóðskrár

Þjóðskrá hefur gert aðgengilega kaupskrá fasteigna á vef stofnunarinnar. Kaupskráin er uppfærð mánaðarlega og inniheldur upplýsingar um allar seldar fasteignir á Íslandi þar sem kaupsamningi hefur verið þinglýst.

Þjóðskrá hefur hafið birtingu á gögnum úr kaupskrá fasteigna gjaldfrjálst á vef stofnunarinnar. Með þessu móti er Þjóðskrá að koma til móts við sjónarmið um greiðara aðgengi að markaðsupplýsingum um fasteignir þannig að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið ákvarðanir byggt á bestu fáanlegu gögnum hverju sinni. Þjóðskrá hefur um árabil skráð upplýsingar um seldar fasteignir í kaupskrá.

Kaupskráin inniheldur upplýsingar sem Þjóðskrá skráir upp úr þinglýstum kaupsamningum. Þar má meðal annars finna upplýsingar um kaupverð, dagsetningu kaupsamnings og staðsetningu fasteignar. Kaupsamningar geta verið um íbúðarhúsnæði, sumarhús eða atvinnuhúsnæði. Gögnin eru uppfærð mánaðarlega eftir skráningu og yfirferð. Gögnin ná aftur til ársins 2006. Útgáfa kaupskrár miðast við 22. hvers mánaðar.

Upplýsingar úr leiguskrá verða jafnframt gerðar aðgengilegar á vef Þjóðskrár innan skamms.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar