Fólk13. apríl 2022

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

Vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 14. maí nk. geta þeir námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi sótt um að vera teknir á kjörskrá. Frestur til að skila inn umsókn rennur út þann 4. apríl nk.

Tilkynninguna skal senda rafrænt á eyðublaðinu K-101 sem er að finna inni á www.skra.is.

Nauðsynlegt er að framvísa staðfestingu á námsvist. Maki eða sambúðarmaki námsmanns og börn þeirra sem náð hafa 18 ára aldri og dvelja með þeim í viðkomandi landi, tilkynna sig á sama hætti með tilvísun í viðkomandi námsmann.

Athugið að umsóknin gildir eingöngu fyrir þessar einu kosningar.

Nánari upplýsingar í síma 515-5300 eða með tölvupósti á kosningar@skra.is


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar