Alls voru 60.171 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 8. ágúst sl. og fjölgaði þeim um 5.192 frá 1. desember 2021 eða um 9,4%.
Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 564,4% frá 1. desember sl. og voru þann 8. ágúst sl. 1.588 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til heimilis á Íslandi samkvæmt þjóðskrá sem er fjölgun um 1.349 á tímabilinu.
Sömuleiðis hefur orðið umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela eða um 60% á umræddu tímabili og eru nú 728 einstaklingar með venesúelskt ríkisfang búsettir hér á landi.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 1.175 einstaklinga eða um 5,5% og eru pólskir ríkisborgarar nú 5,8% landsmanna. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.161 einstaklinga eða um 0,4%.
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2019-2021 og 8. ágúst sl.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.