Þjóðskrá16. febrúar 2024

Þjóðskrá Stofnun ársins 2023

Þjóðskrá varð í fyrsta sæti í flokki meðalstórra stofnana í Stofnun ársins 2023.

Niðurstöður voru kynntar í gær, 15. febrúar á hátíð Sameykis á Hilton Nordica.

Þegar horft er á heildarniðurstöður allra stofnana er Þjóðskrá í 7-8. sæti og hækkar um 7 sæti frá því í fyrra þegar stofnunin var í 14. sæti.

Þróun einkunna hjá Þjóðskrá

 
Þjóðskrá - stofnun árins 2023

Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana.
Í könnuninni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.
Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.

Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár:
Það er einstaklega ljúft að taka á móti þessari viðurkenningu fyrir hönd allra starfsmanna Þjóðskrár. Við erum öll einbeitt í því að vinna vel að okkar verkefnum og leiðarljós í þeirri vinnu er samvinna og traust.
Gildi Þjóðskrár eru gleði, kraftur og samvinna og ég hef alla trú á að þau gildi hafi hjálpað okkur í að viðhalda þessum góða árangri frá því í fyrra, þar sem þau endurspegla þann starfsanda sem ríkir á vinnustaðnum.

Starfsfólk Þjóðskrár
Starfsfólk Þjóðskrár með viðurkenninguna

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar