Þjóðskrá20. mars 2024

Ráðherra tekur við nýju nafnskírteini

Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson lagði leið sína í Þjóðskrá í dag til að sækja nýja nafnskírteinið sitt.

Nú þegar hefur fjöldi landsmanna sótt um nýtt nafnskírteini síðan útgáfa þeirra hófst þann 6. mars síðastliðinn.

Nýju nafnskírteinin eru fullgild persónuskilríki og geta allir íslenskir ríkisborgarar óháð aldri sótt um nafnskírteinin og notað þau til auðkenningar. Einnig er hægt að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki sem gildir innan landa Evrópska efnahagssvæðisins.

Þjóðskrá heyrir undir innviðaráðuneytið og lagði innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, leið sína í Þjóðskrá í dag til að sækja nýja nafnskírteinið sitt.

Starfsmaður Þjóðskrár, Dr. Gunni afhendir Sigurði Inga nýja nafnskírteinið.

 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar