Þjóðskrá31. maí 2024

Vakt á kjördag 1.júní

Þjóðskrá Íslands verður með símavakt á milli 9 og 22 á kjördag þegar forsetakjör fer fram.

Laugardaginn 1.júní þegar forsetakjör fer fram verður Þjóðskrá með símavakt á milli kl. 9 og 22 þar sem meðal annars verða veittar upplýsingar um skráningu á kjörskrá. Símanúmerið er 515-5300. Einnig má hafa samband með tölvupósti á kosningar@skra.is.

Ýmsar gagnlegar upplýsingar um kosningarnar, svo sem upplýsingar um kjörstaði og utankjörfundaratkvæðagreiðslu, er að finna á kosningavef landskjörstjórnar

Einstaklingar geta svo flett upp hvar þeir eigi að kjósa á vef Þjóðskrár Íslands. 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar