Þjóðskrá16. desember 2024

Opnunartími yfir jól og áramót

Þjónustuver og afgreiðsla Þjóðskrár verða lokuð á aðfangadag og gamlársdag.

Lokað verður hjá Þjóðskrá 24. desember og 31. desember næstkomandi sem og jóladag, annan í jólum og nýársdag. Að öðru leyti er opnunartími óbreyttur frá klukkan 10 til 15 alla virka daga yfir hátíðarnar. 

Við minnum á að flest erindi er hægt að leysa á vef stofnunarinnar www.skra.is. Hægt er að hafa samband við þjónustuver á skra@skra.is eða í síma 515-5300. Ráðgjafar svara einungis á opnunartíma.

Þjóðskrá óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir árið sem er að líða.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar