Yfirlýsing um meðferð rannsóknargagnasafns

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Gæta skal trúnaðar um allar persónugreinanlegar upplýsingar sem í gagnasafninu felast.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar skulu ekki koma fram neinar persónugreinanlegar upplýsingar.

Óheimilt er að veita öðrum en þeim sem rannsókn tengjast aðgang að gagnasafninu. Allir aðilar skulu gæta trúnaðar.

Eyða skal persónugreinanlegum gögnum strax að rannsókn lokinni.

Einungis skal nota gögnin við þá rannsókn sem rannsóknaráætlun tilgreinir og Þjóðskrá Íslands hefur samþykkt.

Allar niðurstöður rannsóknarinnar skulu vera opinberar og engin leynd má hvíla á neinum hluta þeirra.

Þjóðskrá Íslands skulu kynntar allar niðurstöður rannsóknarinnar um leið og þær liggja fyrir og áður en þær eru birtar eða gerðar opinberar með einhverjum hætti.

Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við ranga eða misvísandi túlkun og misnotkun gagna.

Brjóti umsækjandi framangreind skilyrði mun það verða tilkynnt til viðkomandi deildar þess háskóla sem hann stundar nám í.

Almennir skilmálar Þjóðskrár Íslands 

Lagaheimild skráningar