Sótt um vegabréf

Vegabréf

 • ATHUGIÐ

  Afgreiðslutími vegabréfa getur breyst með stuttum fyrirvara!   

  Afgreiðslutími vegabréfa getur verið allt að 4 virkir dagar.

  Frá og með 23. október 2017 verður framleiðslutími vegabréfa allt að 4 virkir dagar. Ath. Ef frídagar eru á tímabilinu þá lengist tíminn sem þeim nemur. Vegabréfið er sent með Íslandspósti. Sjá nánar á heimasíðu Íslandspósts

  Athugið að vegabréf eru framleidd hjá Þjóðskrá Íslands og því þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir póstburð ef senda á vegabréf til umsækjanda eða þau sótt á umsóknarstað.

  Hraðafgreiðsla

  Ef þörf er á að fá vegabréfið fyrr er hægt að sækja um hraðafgreiðslu. Óski umsækjandi eftir hraðafgreiðslu verður hann að greiða sérstaklega fyrir. Sjá gjaldskrá ÞÍ.

  Afhending

  Hægt er að fá vegabréf afhent á þrjá vegu:

  • Sótt á umsóknarstað
  • Sótt í afgreiðslu ÞÍ: Borgartúni 21, 105 Reykjavík
  • Sent í pósti
  Ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf sjálfur á afhendingarstað getur hann veitt öðrum umboð.

  Forsjáraðili verður að sækja vegabréf barns sjálfur nema hann veiti öðrum umboð til þess.

  Athugið að allir sem sækja vegabréf þurfa að vera með löggild persónuskilríki (vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða íslenskt nafnskírteini).

 • Umsóknarstaðir vegabréfa innanlands

  Umsækjendur vegabréfa þurfa að mæta í eigin persónu á umsóknarstað.

  Vinsamlegast athugið að á sumrin er mikið álag á umsóknarstöðum.

  Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér er sótt er um vegabréf:

  Ef umsækjandi getur ekki með fullnægjandi hætti sannað á sér deili, er heimilt að gefa honum kost á að kveða til tvo lögráða einstaklinga, sem geta gert grein fyrir sér á fullnægjandi hátt og skulu þeir votta og staðfesta með undirskrift sinni að umsækjandi sé sá sem hann segist vera.

 • Umsækjendur vegabréfa þurfa að mæta í eigin persónu á umsóknarstað.

  Útgáfa skilríkja erlendis á vef utanríkisráðuneytis

  Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér er sótt er um vegabréf:

  Ef umsækjandi getur ekki með fullnægjandi hætti sannað á sér deili, er heimilt að gefa honum kost á að kveða til tvo lögráða einstaklinga, sem geta gert grein fyrir sér á fullnægjandi hátt og skulu þeir votta og staðfesta með undirskrift sinni að umsækjandi sé sá sem hann segist vera.

 • Í sérstökum tilvikum er Þjóðskrá Íslands heimilt að gefa út fleiri en eitt vegabréf fyrir sama einstakling. Aukavegabréf verður þó ekki gefið út nema umsækjandi sýni fram á brýna þörf fyrir fleiri en eitt vegabréf, t.d. vegna tíðra vinnuferða til landa sem krefjast vegabréfsáritana. 

  Ferlið:
  Vinnuveitandi útbýr formlega beiðni um aukavegabréf fyrir viðkomandi starfsmann. Beiðnin þarf að vera á bréfsefni fyrirtækisins, undirrituð og dagsett. Þar þarf að gera grein fyrir og rökstyðja hvers vegna starfsmaður þarf á tveimur vegabréfum að halda. 


  Vinnuveitandi sendir beiðnina sem skannað skjal í tölvupósti til vegabréfadeildar Þjóðskrár Íslands, vegabref@skra.is. 


  Þegar beiðnin hefur verið afgreidd er svar sent á vinnuveitanda eða það netfang sem beiðnin kemur frá.


  Starfsmaður/einstaklingur fer á umsóknarstað og greiðir fyrir nýja umsókn (myndataka og fleira). 


  Vegabréf framleitt, sjá afgreiðslutíma á heimasíðu Þjóðskrár Íslands, www.skra.is.

  ATH: Samþykki fyrir útgáfu aukavegabréfs má ekki vera eldri en 3 mánaða. Fyrir hvert nýtt vegabréf þarf að koma inn ný beiðni frá vinnuveitanda.

   
 • Þeir sem hyggjast ferðast utan EES verða að hafa vegabréf sem gilda í a.m.k. 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum.

  Erlend stjórnvöld gera oft kröfu um að vegabréf gildi í ákveðinn tíma eftir að komið er til landsins sem um ræðir. Yfirleitt er um að ræða sex mánaða gildistíma fram yfir áætlaðan brottfarardag. Rétt er að kynna sér hvaða kröfur eru gerðar í þeim ríkjum sem heimsækja á.

 • Gildistími vegabréfa er tíu ár frá umsóknardegi, en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.
 • Neyðarvegabréf eru gefin út til að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyð, helst til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð vegabréfa. Neyðarvegabréf gildir aldrei lengur en 12 mánuði.

  Neyðarvegabréf eru talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þau eru ekki véllesanleg og því er ekki mælt með að þau séu notuð til ferðalaga utan Evrópu.

  Útgáfa skilríkja erlendis á vef utanríkisráðuneytis

Athugið

01

Sækja á um vegabréf   hjá sýslumannsembættum

02

Ekki hægt að borga með kreditkorti  hjá sýslumannsembættum

03

Það tekur allt að 4 virka daga  að fá vegabréf. 1-3 daga í hraðafgreiðslu.