Sótt um vegabréf

Vegabréf

 • ATHUGIÐ

  Afgreiðslutími vegabréfa getur breyst með stuttum fyrirvara!  

  Afgreiðslutími vegabréfa getur verið allt að 9 virkum dögum.

  Frá og með 13. febrúar 2017 verður framleiðslutími vegabréfa ein vika.  Það þýðir að vegabréf sem sótt er um á t.d. mánudegi verður póstlagt næsta mánudag, sótt um á þriðjudegi verður póstlagt næsta þriðjudag o.s.frv.  Það getur tekið allt að 3 daga að skila sér með pósti.  Ath. Ef frídagar eru á tímabilinu þá lengist tíminn sem þeim nemur.
  Þetta á við um þær umsóknir sem koma inn 13. febrúar 2017 og eftir það þangað til annað verður tilkynnt.

  Umsóknarstaðir vegabréfa

  Umsækjendur vegabréfa þurfa að mæta í eigin persónu á umsóknarstað.

  Vinsamlegast athugið að á sumrin er mikið álag á umsóknarstöðum um og eftir hádegi.

  Útgáfa skilríkja erlendis á vef utanríkisráðuneytis

  Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér er sótt er um vegabréf:

   Ef umsækjandi getur ekki með fullnægjandi hætti sannað á sér deili, er heimilt að gefa honum kost á að kveða til tvo lögráða einstaklinga, sem geta gert grein fyrir sér á fullnægjandi hátt og skulu þeir votta og staðfesta með undirskrift sinni að umsækjandi sé sá sem hann segist vera.

 • ATHUGIÐ

  Afgreiðslutími vegabréfa getur breyst með stuttum fyrirvara!   

  Afgreiðslutími vegabréfa getur verið allt að 9 virkum dögum.

  Frá og með 13. febrúar 2017 verður framleiðslutími vegabréfa ein vika.  Það þýðir að vegabréf sem sótt er um á t.d. mánudegi verður póstlagt næsta mánudag, sótt um á þriðjudegi verður póstlagt næsta þriðjudag o.s.frv.  Það getur tekið allt að 3 daga að skila sér með pósti.  Ath. Ef frídagar eru á tímabilinu þá lengist tíminn sem þeim nemur.
  Þetta á við um þær umsóknir sem koma inn 13. febrúar 2017 og eftir það þangað til annað verður tilkynnt.

  Ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf sjálfur á afhendingarstað getur hann veitt öðrum umboð.

  Forsjáraðili verður að sækja vegabréf barns sjálfur nema hann veiti öðrum umboð til þess.

  Óski umsækjandi eftir hraðafgreiðslu verður hann að greiða sérstaklega fyrir. Sjá gjaldskrá ÞÍ.

  Athugið að allir sem sækja vegabréf þurfa að vera með löggild skilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).

 • Þeir sem hyggjast ferðast utan EES verða að hafa vegabréf sem gilda í a.m.k. 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum.

  Erlend stjórnvöld gera oft kröfu um að vegabréf gildi í ákveðinn tíma eftir að komið er til landsins sem um ræðir. Yfirleitt er um að ræða sex mánaða gildistíma fram yfir áætlaðan brottfarardag. Rétt er að kynna sér hvaða kröfur eru gerðar í þeim ríkjum sem heimsækja á.

 • Gildistími vegabréfa er tíu ár frá umsóknardegi, en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.
 • Neyðarvegabréf eru gefin út til að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyð, helst til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð vegabréfa. Neyðarvegabréf gildir aldrei lengur en 12 mánuði.

  Útgáfa skilríkja erlendis á vef utanríkisráðuneytis

Athugið

01

Sækja á um vegabréf hjá sýslumannsembættum 

02

Ekki hægt að borga með kreditkorti  hjá sýslumannsembættum

03

Það tekur allt að 9 virka daga  að fá vegabréf. 1-3 daga í hraðafgreiðslu.