Fingraför, hæð og undirskrift

Fingraför

Fingraför eru í örgjörva íslenskra nafnskírteina. Börn yngri en 12 ára eru undanþegin fingrafaratöku. Ef ekki er hægt að taka fingraför af vísifingrum þeirra sem eldri eru en 12 ára má nota aðra fingur. 

Þegar tekin eru fingraför af umsækjendum skal gæta réttinda þeirra í samræmi við grunnreglur mannréttindasáttmála Evrópu og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, þannig að þeir haldi virðingu sinni þótt erfiðleikar þessu samfara komi upp.

Fingraför í nafnskírteinum eru vernduð í samræmi við alþjóðlegar reglur og staðla, þannig að eingöngu er hægt að nota þau til að bera saman við fingraför sem tekin eru af handhafa við landamæravörslu og til að ganga úr skugga um að nafnskírteinið sé ófalsað.

Hæð og undirskrift

Við 10 ára aldur kemur hæð og undirskrift einstaklings í nafnskírteinið og miðast það við aldur barns á umsóknardegi.

Umsóknarferli

Upplýsingar um hvernig þú sækir um ný nafnskírteini.

Skoða nánar

Tegundir nafnskírteina

Nánari upplýsingar um tegundir nafnskírteina.

Skoða nánar

Afhending nafnskírteina

Þegar búið er að sækja um nafnskírteini, hvar getur þú sótt það?

Skoða nánar

Spurt og svarað

Spurt og svarað um nafnskírteini.

Skoða nánar