Afhending
Umsækjandi fær tölvupóst þegar nafnskírteini er tilbúið til afhendingar.
Hægt er að fá nafnskírteini afhent á þrjá vegu:
- Sótt í Hagkaup, Skeifunni 15, 108 Reykjavík. Opnunartími er allan sólarhringinn.
- Sótt í afgreiðslu Þjóðskrár, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Opnunartími er 10:00-15:00 alla virka daga.
- Sótt á umsóknarstað innanlands eða erlendis.
- Sent í ábyrgðarpósti í sérstökum tilfellum ef senda þarf erlendis.
Afgreiðslutími nafnskírteina er allt að 6 virkir dagar frá því að umsókn berst (umsóknardagur ekki talinn með). Helgar- og frídagar teljast ekki til virkra daga.
Ef afhenda á nafnskírteini á umsóknarstað eða heimilisfang erlendis þá bætist sendingartími þangað við afgreiðslutímann.
Ef umsækjandi getur ekki sótt nafnskírteini sjálfur á afhendingarstað getur hann veitt öðrum umboð. Forsjáraðili verður að sækja nafnskírteini barns sjálfur nema hann veiti öðrum umboð til þess.
Vinsamlegast athugið að ef nafnskírteini er ekki sótt innan 6 mánaða er því fargað.