- Nafnskírteini er handhægt og öruggt persónuskilríki sem er í samræmi við alþjóðlega staðla sem handhafar geta notað til auðkenningar bæði innanlands og sem ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
- Hingað til hefur eina gilda persónuskilríki fyrir börn verið vegabréf og núna geta öll börn og ungmenni sótt um nafnskírteini til að framvísa þar sem þess gerist þörf t.d. í strætó, sundi, próftöku í skóla o.fl.
- Með nýju lögunum eiga allir íslenskir ríkisborgara rétt á að fá útgefið nafnskírteini, óháð aldri. Áður þurfti umsækjandi að vera orðinn 14 ára.
- Með nýju lögunum hafa aðeins íslenskir ríkisborgarar rétt á að fá útgefin nafnskírteini. Áður gátu allir einstaklingar sem eru skráðir hér á landi fengið nafnskírteini, þ.m.t. erlendir ríkisborgarar.
- Nafnskírteini verða gefin út bæði með og án möguleika til notkunar sem ferðaskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu.
- Útlit nýrra nafnskírteina verða nútímalegri og munu líkjast sambærilegum skilríkjum sem gefin eru út á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Allir íslenskir ríkisborgarar óháð aldri geta sótt um nafnskírteini.
Fyrir einstaklinga 18 ára og eldri
- 9.200 kr.
- Hraðafgreiðsluverð: 18.400 kr.
Fyrir börn, öryrkja og aldraða
- 4.600 kr.
- Hraðafgreiðsluverð: 9.200 kr.
Sama verð er fyrir nafnskírteini hvort sem þau eru sem ferðaskilríki eða ekki
- Nafnskírteini gildir í 10 ár fyrir fullorðna.
- Nafnskírteini gildir í 5 ár fyrir börn undir 18 ára aldri.
- Ef nafnskírteini glatast er nýtt gefið út með sama gildistíma og það sem glataðist.
Hægt er að framvísa nafnskírteini útgefið af Þjóðskrá frá 1. mars 2024 þegar sótt er um rafræn skilríki.
- Nafnskírteini sem voru gefin út fyrir 1. janúar 2013 falla úr gildi 1. desember 2023.
- Nafnskírteini sem voru gefin út eftir þann tíma falla úr gildi 31. desember 2025.
Nafnskírteini er eingöngu hægt að nota sem ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (Evrópusambandsins, Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein) hér á kortinu merkt með grænu.
Allir íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að fá gefið út nafnskírteini sem ferðaskilríki nema ákvæði laga um meðferð sakamála eigi við um umsækjanda.
Nafnskírteini verða til að byrja með ekki í boði rafrænt.
Íslenskir ríkisborgarar, sem vilja ekki eða uppfylla ekki skilyrði laganna til að fá gefið út nafnskírteini sem ferðaskilríki, eiga rétt á að fá gefið út nafnskírteini án möguleika til notkunar þess sem ferðaskírteini.
Umsókn um nafnskírteini er forskráð hjá ísland.is.
Eftir að forskráningu er lokið þurfa umsækjendur að mæta innan 30 daga í eigin persónu á umsóknarstað í myndatöku. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að panta tíma í myndatöku.
Umsækjandi mætir með löggild skilríki, vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini í myndatöku á umsóknarstað.
Sækja þarf sérstaklega um nafnskírteini.
Þótt umsækjandi eigi gilt vegabréf með mynd þarf samt að mæta í eigin persónu á umsóknarstað innanlands og erlendis.Ekki er hægt að nota sömu mynd og er í vegabréfi.
Myndataka fer fram á afgreiðslustöðum vegabréfa. Heimilt er að koma með stafræna mynd fullnægi hún settum skilyrðum. Hér má sjá skilyrði fyrir myndanotkun.
Þeir sem eru búsettir erlendis geta fengið nafnskírteini sent með ábyrgðarpósti á lögheimili erlendis.
Hægt er að sækja um nafnskírteini erlendis frá og með 1. apríl og þurfa umsækjendur að mæta í persónu. Hér má sjá erlenda umsóknarstaði
Sótt er hjá Hagkaup Skeifunni, afgreiðslu Þjóðskrár, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á umsóknarstaði innanlands og erlendis.
- Ef umsækjandi getur ekki sótt nafnskírteini sjálfur á afhendingarstað getur hann veitt öðrum umboð.
- Forsjáraðili verður að sækja nafnskírteini barns sjálfur nema hann veiti öðrum umboð til þess.
- Öll börn sem eru íslenskir ríkisborgarar geta fengið nafnskírteini sem ferðaskilríki.
- Öll börn undir 18 ára þurfa almennt samþykki þess eða þeirra sem fara með forsjá barnsins til að fá útgefið ferðaskilríki en í undantekningartilvikum er samþykki eins forsjáraðila nóg þótt tveir fari með forsjána.
- Öll börn sem eru íslenskir ríkisborgarar geta fengið nafnskírteini.
- Börn 13 ára og eldri geta sótt um nafnskírteini án aðkomu forsjáraðila.
- Börn yngri en 13 ára þurfa samþykki eins forsjáraðila ef sótt er um nafnskírteini sem ekki er ferðaskilríki.
Sífellt eru gerðar meiri kröfur í samfélaginu um að einstaklingar geri grein fyrir sér með framvísun gildra skilríkja. Sem dæmi má nefna við prófatöku í framhaldsskólum og við aldursmiðaða þjónustu líkt og í strætó og á sundstaði.
Erlendir ríkisborgarar geta ekki fengið nafnskírteini.
- Gilt vegabréf frá útgefnu heimalandi.
- Erlend ökuskírteini (ekki stafræn).
- Eldri íslensk nafnskírteini eru tekin gild sem auðkenni til loka ársins 2025.
- Frekari upplýsingar má finna á síðu Auðkenni.