Stolið/týnt nafnskírteini

Nafnskírteini sem tilkynnt eru glötuð eru skráð inn í Schengen og Interpol upplýsingakerfin og eru þar með ónothæf. Tilkynna skal lögreglu, Þjóðskrá Íslands eða sendimönnum Íslands erlendis þegar í stað ef nafnskírteini glatast og skal þá gera sérstaka grein fyrir afdrifum þess. (Lög um nafnskírteini nr 55/2023)

Komi nafnskírteini í leitirnar skal skila því til næsta sýslumannsembættis, sendiskrifstofa Íslands erlendis eða til Þjóðskrár Íslands.

Þegar búið er að skrá nafnskírteini í ofangreind kerfi þá er það óafturkræft og það getur valdið miklu óhagræði ef því er framvísað á landamærum.

Umsóknarferli

Upplýsingar um hvernig þú sækir um ný nafnskírteini.

Skoða nánar

Tegundir nafnskírteina

Nánari upplýsingar um tegundir nafnskírteina.

Skoða nánar

Afhending nafnskírteina

Þegar búið er að sækja um nafnskírteini, hvar getur þú sótt það?

Skoða nánar

Spurt og svarað

Spurt og svarað um nafnskírteini.

Skoða nánar