Nafnskírteini sem ferðaskilríki
Allir íslenskir ríkisborgarar óháð aldri geta sótt um nafnskírteini sem ferðaskilríki.
Nafnskírteini eru gild persónuskilríki sem staðfesta persónu handhafa og ríkisfang og eru notuð til auðkenningar.
Dæmi um útlit á nýju nafnskírteini með ferðaskilríki
Gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
Nafnskírteini sem ferðaskilríki er hægt að framvísa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í stað þess að framvísa vegabréfi.