Nafnskírteini sem ferðaskilríki
Allir íslenskir ríkisborgarar óháð aldri geta sótt um nafnskírteini sem ferðaskilríki.
Nafnskírteini eru gild persónuskilríki sem staðfesta persónu handhafa og ríkisfang og eru notuð til auðkenningar.
![](/library/Samnyttar-skrar-/Nafnskirteini/nafnskirteini-ferdaskilriki-framhlid.png)
![](/library/Samnyttar-skrar-/Nafnskirteini/nafnskirteini-ferdaskilriki-bakhlid.png)
Dæmi um útlit á nýju nafnskírteini með ferðaskilríki
Gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
Nafnskírteini sem ferðaskilríki er hægt að framvísa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í stað þess að framvísa vegabréfi.